6 Desember 2007 12:00
Nokkrir starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru heiðraðir í sérstöku hófi sem haldið var í Iðnó. Við það tækifæri þakkaði Stefán Eiríksson lögreglustjóri starfsmönnunum fyrir vel unnin störf og sagði jafnframt að ástæða væri líka til að þakka mökum þeirra fyrir að sýna skilning og umburðarlyndi í gegnum árin enda oft krefjandi að starfa hjá lögreglunni. Starfsmennirnir voru leystir út með gjöfum en þeir hafa nú allir utan einn látið af störfum hjá embættinu. Á meðfylgjandi mynd eru starfsmennirnir og makar þeirra ásamt lögreglustjóra.