1 Maí 2015 17:37
Hátíðahöld dagsins fóru vel fram, frá sjónarhóli Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mikill fjöldi safnaðist saman í miðborginni, en um 8-9000 manns voru viðstödd útifund á Ingólfstorgi á frídegi verkalýðsins en síðar voru það um 12-1300 mótorhjólamenn sem fóru um í hópkeyrslu Sniglanna. Allt gekk þetta fríðsamlega fyrir sig, eins og við var að búast. Aðalverkefni lögreglu þann 1.maí snúa vanalega að umferðarmálum og lokunum gatna vegna kröfugangna, en Umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu stóð vaktina, eins og endranær.