12 Apríl 2023 13:36
Í morgun handtók brasilíska lögreglan fjölda einstaklinga, þar á meðal Íslending, í stórum aðgerðum lögreglunnar þar í landi. Íslensk lögregluyfirvöld hafa unnið með brasilískum yfirvöldum vegna málsins og tóku starfsmenn íslensku lögreglunnar meðal annars þátt í aðgerðunum. Aðgerðin sem gengur undir heitinu „Match Point“ var með það markmið að leysa upp skipulögð samtök sem hafa sérhæft sig í peningaþætti og fíkniefnasmygli. Grunur er um að samtökin stundi víðtæka brotastarfsemi í Brasilíu.
Um 250 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum sem náðu til 10 borga í Brasilíu, bankareikningar 43 einstaklinga hafa verið frystir og 57 eignir haldlagðar auk ökutækja og skipa. Þá voru um 65 kíló af kókaíni haldlögð og 225 kíló af kannabisefnum. Aðgerðir standa enn yfir en nánari upplýsingar má finna í fréttatilkynningu brasilískra yfirvalda sem finna má hér.