3 Nóvember 2006 12:00
Átján ára piltur var handtekinn fyrir að selja áfengi á Lækjartorgi nú síðdegis. Uppákoma piltsins, sem stóð að áfengissölunni í félagi við aðra, hafði ekki farið leynt og því brá lögreglan í Reykjavík skjótt við og stöðvaði uppátækið. Pilturinn var færður á lögreglustöð og yfirheyrður þar en framferði hans varðar við brot á áfengislögum. Lagt var hald á tvo kassa af bjór vegna þessa.