2 Desember 2011 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í dag hald á nokkurt magn vopna; byssur, skotfæri og hnífa, við húsleitir í framhaldi af handtöku manns í Kópavogi um miðjan dag í gær. Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi og hefur glímt við andleg veikindi, hafði ógnað starfsmanni Sorpu með hnífi.
Húsleitir voru í framkvæmdar þar sem hann er skráður fyrir skotvopnum. Sjö skotvopn voru haldlögð, en maðurinn er skráður fyrir hluta þeirra. Verið er að kanna með tilurð hinna.
Yfirheyrslur yfir manninum stóðu yfir í dag en hann er nú laus úr haldi lögreglu og var í framhaldinu vistaður á viðeigandi stofnun.
Rannsókn málsins stendur yfir.