17 Ágúst 2006 12:00
Við sameiginlegt eftirlit lögreglunnar í Hafnarfirði og Kópavogi í gærkveldi, voru sex karlmenn á þrítugsaldri handteknir vegna gruns um fíkniefnamisferli.
Í framhaldinu var farið í húsleit í húsi í Reykjavík og fundust þar um 650 grömm af hassi, 100 grömm af meintu amfetamíni og nokkrar E-töflur. Fíkniefnin voru að mestu ætluð til sölu. Málið telst nú upplýst og hefur þeim handteknu verið sleppt.