6 Október 2021 13:26
Hreyfing mælist enn á fleka sem liggur hægra megin (sunnan megin) í skriðusárinu frá desember 2020 og Búðarár. Engar aðrar hreyfingar hafa mælst í hlíðinni ofan Seyðisfjarðar og engin hreyfing þar af í stórum fleka norðan megin skriðusársins frá desember 2020.
Með því að fara á bloggsíðu Veðurstofu Íslands er hægt að skoða staðsetningu flekans meðal annars og hreyfingar á speglum, auk þess sem þar má fá ítarlegri upplýsingar um stöðu mála (https://blog.vedur.is/ofanflod). Sjá einnig borða inn á vef veðurstofu á vefslóðinni vedur.is; – „Viðvörun Hættustig Almannavarna á Seyðisfirði, vegna hættu á skriðuföllum.
Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu á morgun. Ný og nákvæmari spá mun liggja fyrir síðar í dag frá Veðurstofu Íslands.
Rýming mun vara fram yfir helgi.
Herðubreið verður opin milli klukkan 14 og 16 í dag sem og aðra daga meðan rýming varir. Einnig verður opið um helgina á sama tíma. Íbúar í húsum á rýmingarsvæðum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Þeir munu fá aðstoð við að fara að og huga að húsum sínum hafi þeir hug til þess.
Fulltrúar Rauða krossins, Múlaþings og lögreglu verða í Herðubreið. Allir velkomnir.
Minnt er á hjálparsíma Rauða krossins í síma 1717.