1 Desember 2021 16:59
Í dag var undirritaður samningur milli lögreglustjórans á Vesturlandi og Umhverfisráðgjafar Íslands (Environice) um sérfræðiráðgjöf vegna loftslagsstefnu, aðgerðaráætlunar og grænna skrefa í ríkisrekstri, sbr. tilmæli stjórnvalda og ákvæða í 5. gr. c. Í lögum um loftslagsmál nr. 70/2012.
Environice mun því vinna náið með umhverfisnefnd embættisins varðandi öll ofangreind atriði.
Um gríðarstórt verkefni er að ræða sem mun ná til nær allra rekstrarþátta embættisins. Það að kalla til utanaðkomandi sérfræðinga til verkefnastjórnar lýsir því hversu föstum tökum embættið hyggst taka umhverfismál og stefnir að sjálfsögðu að því að vera fremst á landsvísu í þessu rétt eins og öðru. Umhverfisnefnd hvetur allra starfsmenn til virkrar þátttöku í þessari vegferð, enda eru umhverfismál/loftslagsmál á ábyrgð okkar allra sameiginlega.