23 Desember 2024 10:52

Að venju verður lokað fyrir akandi umferð í miðborginni á Þorláksmessu, líkt og sjá má á meðfylgjandi korti. Lokanir gilda frá kl. 14 og til miðnættis. Þá verður Friðarganga farin frá Hlemmi kl. 18 og á Austurvöll. Vegna hennar má búast við smávægilegum töfum á gatnamótum Snorrabrautar og Laugavegar og í framhaldinu á gatnamótum Lækjargötu og Bankastrætis.