11 Ágúst 2023 15:45
Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag kröfu fyrir héraðsdómi Suðurlands um áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir manni sem handtekinn var þann 27. apríl s.l. vegna gruns um manndráp. Krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna en endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir.
Héraðsdómari kvað upp úrskurð sinn nú kl. 15:00 og féllst á kröfu lögreglustjóra en stytti í tvær vikur í stað fjögurra.
Rannsókn málsins hefur verið mjög umfangsmikil, bæði hvað varðar gagnaöflun og eins úrvinnslu gagna. Að henni lokinni verður það sent héraðssaksóknara til meðferðar.