15 Júní 2005 12:00

Efni:               Árangursstjórnunarsamningur, stefnumótun

                      til framtíðar og ársskýrsla 2004 kynnt

Lögreglustjórinn í Reykjavík boðar til kynningarfundar með fulltrúum frá fjölmiðlum miðvikudaginn 15. júni 2005 kl. 15:30 í uppstillingarsal lögreglu á 1. hæð að Hverfisgötu 113.

Á fundinum munu Böðvar Bragason lögreglustjóri og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra undirrita árangursstjórnunarsamning milli stofnananna. Þá mun Ingimundur Einarsson varalögreglustjóri og Sigríður Hrefna Jónsdóttir starfsmannastjóri kynna stefnumótun embættisins til næstu ára. Loks munu Ólína Laxdal og Karl Steinar Valsson kynna helstu atriði úr ársskýrslu embættisins fyrir árið 2004 sem lögð verður fram á fundinum.

Fhl

Karl Steinar Valsson

aðstoðaryfirlögregluþjónn