20 Apríl 2015 16:38
Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á um hálft kíló af maríhúana við húsleit í heimahúsi í Vestmannaeyjum í gærkvöldi eftir að hafa fengið upplýsingar um að húsráðandi væri viðrinn sölu fíkniefna. Einnig var lagt hald á áhöld til sölu og neyslu fíkniefna auk þess sem nokkuð magn af peningum voru haldlagðir. Við leitina naut lögreglan aðstoðar fíkniefnaleitarhundsins Lunu. Tveir karlmenn á fimmtugsaldri, annar þeirra húsráðandinn, voru handteknir vegna rannsóknar málsins og voru vistaðir í fangageymslu. Húsráðandinn viðurkenndi að vera eigandi efnanna og að hafa stundað sölu og dreifingu á fíkniefnum í Vestmannaeyum á undanförnum mánuðum. Báðir þessir menn hafa áður komið við sögu lögreglu vegna mála sem tengjast fíkniefnum. Málið telst að mestu upplýst.