9 September 2024 14:01

Í kvöld frá kl. 18 og til miðnættis verður Reykjanesbraut lokuð í átt til Hafnarfjarðar vegna fræsinga á frárein og aðrein milli Vífilstaðavegar og Kauptúns. Hjáleið verður um Vífilsstaðaveg og Elliðavatnsveg (Flóttamannaleið). Einnig er frárein að álverinu í Straumsvík lokuð fyrir umferð úr vesturátt. Hjáleið þar verður um Krýsuvíkurvegamót.