1 Júlí 2024 10:19
Það eru framkvæmdir víða á höfuðborgarsvæðinu þessar vikurnar og því mikilvægt að ökumenn aki varlega, sýni tillitssemi og virði merkingar.
Í kvöld er stefnt á að fræsa og malbika vinstri akrein Reykjanesbrautar í Reykjavík í suðurátt, á milli gatnamóta við Bústaðaveg og Breiðholtsbraut. Kaflinn er um 820 m að lengd og verður þrengt í eina akrein meðfram framkvæmdasvæðinu og hámarkshraði lækkaður. Áætlaður framkvæmdatími er frá kl. 19 til 2 í nótt. Í kvöld er líka stefnt á að fræsa og malbika hægri akrein Reykjanesbrautar í Garðabæ í suðurátt, á milli gatnamóta við Arnarnesveg og Vífilsstaðaveg. Kaflinn er um 740 m að lengd og verður þrengt í eina akrein og hámarkshraði lækkaður. Áætlaður framkvæmdatími er frá kl. 21 til 6 í nótt.
Á Sæbraut í Reykjavík, milli gatnamóta frá Kirkjusandi að Laugarnesvegi, verður vinstri akrein áfram lokuð í austurátt, eða til og með 3. júlí, vegna vinnu við vegrið á miðeyju. Unnið er til kl. 19 á kvöldin, en þá gert hlé til kl. 7 morguninn eftir og er akreinin þá opin á meðan vinnan liggur niðri.