2 Júlí 2020 10:09
Það eru víða framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu þessar vikurnar, en í dag verður m.a. unnið á Sundlaugavegi, á milli Kringlumýrarbrautar og Gullteigs, fram eftir degi og í Borgartúni, á milli Sóltúns og Kringlumýrarbrautar, til hádegis. Rampur frá Suðurlandsbraut inn á Kringlumýrarbraut til norðurs verður lokaður fyrir hádegi af sömu ástæðu. Á Bústaðavegi, á milli Kringlumýrarbrautar og Litluhlíðar, og á Reykjanesbraut, á milli Kauptúns og Vífilsstaðavegar, er verið að fræsa. Á báðum stöðum eru/verða þrengingar, en vinnu á Bústaðavegi lýkur um hádegisbil, en síðdegis á Reykjanesbraut. Þá verður Gullinbrú væntanlega lokuð til suðurs, frá Fjallkonuvegi/Lokinhömrum að Stórhöfða, frá kl. 18 í kvöld og til 1 í nótt, en þar er fyrirhugað að malbika.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.