1 Júlí 2019 08:52
Í dag er stefnt að því að fræsa og malbika akrein á Reykjanesbraut, frá Hafnarfirði og framhjá mislægum gatnamótum við Kauptún í Garðabæ. Umferð verður stýrt um hjáleiðir, en áætlað er að vinnan standi yfir í allan dag. Fyrirhugað er að gera slíkt hið sama á Suðurbraut og í Lindarhvammi í Hafnarfirði. Loks eru malbiksviðgerðir áformaðar í Ármúla í Reykjavík í dag.