26 Nóvember 2024 09:50
Í gærkvöld hófust framkvæmdir á Höfðabakka í Reykjavík, en unnið er á miðju Höfðabakkabrúar neðan við Árbæjarstíflu. Umferðarhraði á vestari akrein, að Breiðholti, verður tekinn niður í 15 km/klst á brúnni þar sem þrenging er mikil og akreinarbreidd einungis 2,9 metrar. Umferðarhraði á austari akrein, að Árbæ, verður tekinn niður í 30 km/klst og þar verður umferðarstjórnun. Vegna þessa má búast vð stuttum töfum, en áætlað er að framkvæmdum ljúki nk. mánudag, 2. desember.
Ökumenn eru minntir á að aka varlega, virða merkingar og sýna tillitssemi.