3 Júlí 2009 12:00
Rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirði í samvinnu við rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar nú alvarlegt flugslys sem varð við Vopnafjörð um kl. 16:00 í gær þann 02 júlí. Í slysinu lést annar af tveimur mönnum sem í flugvélinni voru. Nafn hins látna er Hafþór Hafsteinsson fæddur 1966.
Rannsókn slyssins stendur yfir og verða engar frekari upplýsingar gefnar að svo stöddu.