3 Júní 2008 12:00
Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Átta voru stöðvaðir á laugardag og sex á sunnudag. Tólf voru teknir í Reykjavík og tveir í Hafnarfirði. Þetta voru tólf karlar á aldrinum 20-50 ára og tvær konur, 40 og 65 ára. Sex karlanna eru á þrítugsaldri, einn á fertugsaldri, fjórir á fimmtugsaldri og einn á sextugsaldri.
Um helgina tók lögreglan tvo ökumenn sem voru undir áhrifum fíkniefna en báðir voru stöðvaðir í Reykjavík. Sautján ára piltur var tekinn fyrir þessir sakir á Vesturlandsvegi en í bíl hans fundust einnig ætluð fíkniefni. Kona á fertugsaldri var stöðvuð í miðborginni af sömu ástæðu en hún reyndist jafnframt vera á stolnum bíl.