16 Febrúar 2010 12:00
Um helgina voru fjórir ökumenn teknir í Reykjavík fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna en tveir þeirra voru jafnframt próflausir, annar hafði þegar verið sviptur ökuleyfi en hinn hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta voru tveir karlar, 20 og 33 ára, og tvær konur, 18 og 37 ára. Í bíl yngri konunnar fundust fíkniefni og einnig munir sem hún gat ekki gert grein fyrir en konan reyndi líka hvað hún gat til að villa um fyrir lögreglunni og laug til nafns.