30 Október 2006 12:00
Tilkynnt var um fjórar bílveltur til lögreglunnar í Reykjavík um helgina en alls urðu fimmtíu og tvö umferðaróhöpp í umdæminu. Þrír bílanna ultu í Hvalfirði og einn í Kollafirði en óhöppin má rekja til hálku. Þrátt fyrir það sem hér er nefnt var lítið um slys á fólki en í fimm tifellum þótti ástæða til að leita á slysadeild. Meiðsli allra voru þó talin minniháttar. Sérstaka athygli vekur að fimmtugur þeirra ökumanna sem keyrðu á, stungu af frá vettvangi.
Um helgina voru sextíu og tveir ökumenn teknir fyrir hraðakstur og ellefu stöðvaðir fyrir ölvunarakstur. Því til viðbótar gerði lögreglan fjórum ökumönnum að hætta akstri en þeir höfðu allir þegar verið sviptir ökuleyfi. Sextán ökumenn voru sekir um að nota ekki bílbelti og tólf töluðu í síma án þess að nota handfrjálsan búnað. Þá óku fjórir ökumenn gegn rauðu ljósi um helgina.