17 September 2019 17:41
Karlmaður á fertugsaldri, sem var handtekinn í gærkvöld grunaður um að hafa átt þátt í falli konu af svölum íbúðar í fjölbýlishúsi í Breiðholti, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október. Er það gert á grundvelli 1.mgr. 95.gr. l.nr. 88/2008, þ.e.a.s. talið er að hann hafi rofið, í verulegum atriðum, skilyrði skilorðsbundins dóms.
Konan sem féll af svölunum er illa slösuð, en þó ekki í lífshættu.