22 Mars 2016 15:09

Undafarna daga hafa komið nokkrar tilkynningar um tilraunir til fjársvika þar sem fjármálastjórum fyrirtækja eru send greiðslufyrirmæli sem eru látin líta út sem að þau komi frá framkæmdarstjórum og forstjórum viðkomandi fyrirtækja.  Um að ræða vel útfærða tölvupósta á íslensku en greiðslufyrirmælin varða greiðslur héðan til útlanda.

 Við biðjum fólk að vera sérstaklega á varðbergi þegar um er að ræða breytingar á greiðslum í þessum dúr. Á lögregluvefnum má einnig finna frekari upplýsingar um margskonar svik sem lögreglan hefur orðið vör við, en töluvert hefur verið um slíkar sendingar undanfarið.  

https://dev.logreglan.is/fraedsla/internetid/