11 Ágúst 2022 16:40
Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að settar voru upp svokallaðar skuggasíður í nafni Landsbankans, sem grunlausir viðskiptavinir fóru inn á í gegnum leitarvélar (Google, Firefox, Safari), og á meðan viðskiptavinirnir töldu sig vera að tengjast heimabanka sínum voru fjármunirnir millifærðir af reikningi þeirra í rauntíma. Það var eingöngu ef fólk notaði leitarvélar sem þetta gerðist, þeir sem skráðu sig beint á rétta slóð urðu ekki fyrir þessari árás. Í ljósi þessa er mjög mikilvægt að fólk hafi ávallt hugfast að tengjast heimabönkum beint en ekki í gegnum leitarvélar og skoði slóðina sem viðkomandi fer á. Ef eitthvað virkar einnkennilega að skoða allt gaumgæfilega. Einnig að kynna sér netöryggismál og varnir gegn netsvikum, en þau hafa færst mjög í vöxt undanfarin ár.
Lögreglan er í nánu samstarfi við banka og CERT-Is til að fyrirbyggja að þetta form netsvindls endurtaki sig.