26 Ágúst 2008 12:00
Fimmtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Átta voru stöðvaðir á laugardag, fimm á sunnudag og tveir aðfaranótt mánudags. Ellefu voru teknir í Reykjavík og tveir í Kópavogi og Hafnarfirði. Þetta voru ellefu karlar á aldrinum 19-68 ára og fjórar konur, 17, 31, 37 og 46 ára. Fjórir karlanna eru á þrítugsaldri, einn á fertugsaldri, tveir á fimmtugsaldri, tveir á sjötugsaldri og tveir undir undir tvítugu.