15 Nóvember 2006 12:00
Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af þremur karlmönnum í jafnmörgum fíkniefnamálum síðdegis í gær. Í fórum þeirra allra fundust ætluð fíkniefni. Sá yngsti er á þrítugsaldri. Hann var stöðvaður við akstur í miðbænum og reyndist jafnframt vera ölvaður.
Fjögur innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar, þrjú í fyrirtæki og eitt í heimahús. Úr einu fyrirtækjanna var stolið talsverðu af verðmætum. Þá voru tveir karlmenn staðnir að hnupli. Annar þeirra gerðist sekur um þjófnað í tveimur verslunum en því sem hann stal var komið aftur til skila. Hinn tók kvenfatnað ófrjálsri hendi og var handtekinn en maðurinn var bæði ölvaður og undir áhrifum lyfja.