22 Júlí 2008 12:00
Rúmlega 60 grömm af amfetamíni fundust við húsleit í Háaleitishverfi í gærkvöld. Karl á fimmtugsaldri var handtekinn vegna rannsóknar málsins en sá hefur áður komið við sögu hjá lögreglu. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði.
Við aðgerðina í gær, sem er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna, naut lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar fíkniefnaleitarhunds frá tollgæslunni.