12 Apríl 2021 15:05
Lögreglan á Suðurlandi haldlagði nú fyrir skömmu um þ.b. 2 grömm af kannabisefnum hjá manni búsettum á Suðurlandi. Ákveðið var að rannsaka málið frekar þar sem vísbendingar þóttu um að viðkomandi væri í dreifingu efna. Í því sambandi var farið í fjármálagreiningu hjá viðkomandi og nú liggur fyrir að á um það bil tveimur árum hafa um 20 milljónir króna farið í gegn um reikninga honum tengda fyrir utan laun og aðrar útskýrðar greiðslur. Maðurinn hefur, við yfirheyrslur hjá lögreglu, kannast við brot sitt og dreifingu fíkniefna og segir það skýrast af fjármögnun hans á eigin neyslu. Málið er enn til rannsóknar en verður, að henni lokinni sent ákæruvaldi til ákvörðunar um saksókn.