12 Mars 2013 12:00
Tveir karlar frá Litháen, annar um þrítugt en hinn á fimmtugsaldri, sitja nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við fíkniefnamál, sem er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mennirnir, sem komu hingað frá Bretlandi í síðustu viku, voru handteknir sl. föstudag og úrskurðaðir daginn eftir í gæsluvarðhald til 15. mars, en annar þeirra reyndist hafa innvortis um 500 grömm af ætluðu kókaíni. Þriðji maðurinn, Íslendingur á þrítugsaldri, var svo handtekinn í gær, en sá er grunaður um aðild að málinu og hefur hann einnig verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. mars.