14 Desember 2016 16:27
Fjórir karlar sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innflutningi á um 4 kg af amfetamíni, auk töluverðs magns af sterum. Einn til viðbótar var jafnframt handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald, en sá er nú laus úr haldi lögreglu. Rannsóknin hefur staðið yfir undanfarnar vikur, en lagt var hald á efnin í sendingu til landsins.
Rannsókn málsins miðar vel, en í þágu hennar voru framkvæmdar nokkrar húsleitir á höfuðborgarsvæðinu að undangengnum dómsúrskurði.