3 Febrúar 2010 12:00
Tveir karlar og ein kona, öll Litháar á þrítugsaldri, hafa verið úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald til 17. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru grunuð um aðild á innflutningi á 3 kg af metamfetamíni og 4.200 MDMA-töflum til landsins. Fíkniefnin fundust í bíl í Færeyjum en áfangastaður bílsins var Ísland. Tveir aðrir Litháar voru handteknir í tengslum við rannsókn málsins og eru þeir enn í haldi lögreglu í Færeyjum. Málið er rannsakað í samvinnu við lögregluyfirvöld í Færeyjum og Litháen með aðkomu Europol og tollyfirvalda á Íslandi.