5 Mars 2007 12:00
Átján ára piltur var handtekinn á bílastæði í austurbæ Kópavogs um helgina grunaður um fíkniefnamisferli. Nokkru síðar fundust ætluð fíkniefni á svipuðum slóðum en í því máli liggur annar piltur, lítið eitt eldri, undir grun.
Sex manns, þrír karlmenn og þrjár konur, voru handtekin í miðborginni og færð á lögreglustöð eftir að ætluð fíkniefni fundust í fórum þeirra. Í sama borgarhluta var 18 ára stúlka handtekin en hún var sömuleiðis með ætluð fíkniefni meðferðis. Þá voru höfð afskipti af karlmanni um fertugt. Sá var tekinn í Árbænum en viðkomandi er grunaður um fíkniefnamisferli.
Ætluð fíkniefni fundust við opinbera byggingu í Reykjavík. Aðstoðar lögreglu var líka óskað á opinberri stofnun þar sem vistmaður var grunaður um fíkniefnamisferli. Þá fundust einnig ætluð fíkniefni í íbúð í Breiðholti.