17 Janúar 2012 12:00
Nokkur fíkniefnamál komu á borð lögreglunnar í gær og nótt en kannabisræktun var stöðvuð í þremur íbúðum í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu. Tveir karlar á þrítugsaldri og einn um fertugt voru yfirheyrðir vegna þessara mála. Þá lagði lögreglan hald á marijúana sem fannst í fórum ungs manns í Reykjavík í gærkvöld.
Sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.