30 Október 2008 12:00
Þrír karlar voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 13. nóvember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þeir eru grunaðir um aðild að ætlaðri framleiðslu fíkniefna í Hafnarfirði. Mennirnir, sem eru á þrítugs- og fertugsaldri, hafa allir áður komið við sögu hjá lögreglu, m.a. vegna fíkniefnamála.