2 Febrúar 2011 12:00
Fyrir tæpum tveimur mánuðum opnaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu síðu á samskiptavefnum Facebook. Óhætt er að segja að undirtektirnar hafi verið góðar en í kjölfarið hefur embættið eignast nokkur þúsund vini. Tilgangurinn með þessu er þó fyrst og fremst að auka og efla upplýsingamiðlun frá lögreglunni til almennings og þá aðallega til þeirra sem búa, starfa og dvelja á höfuðborgarsvæðinu. Allskyns fréttum og tilkynningum er komið á framfæri á þessum nýja vettvangi og einnig ýmsu sem snýr að forvörnum gegn afbrotum og annað af því tagi. Það eru nokkrir áhugasamir starfsmenn hjá embættinu sem halda síðunni úti og svara fyrirspurnum eftir bestu getu eða vísa þeim í réttan farveg.
Fésbókarsíða lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu