30 Apríl 2012 12:00
Undanfarið hefur lögreglan stöðvað fjölmarga ökumenn sem voru að tala í síma án þess að notast við handfrjálsan búnað. Um helgina voru t.a.m. fjörutíu ökumenn stöðvaðir vegna þessa á höfuðborgarsvæðinu en hinir sömu eiga 5.000 króna sekt yfir höfði sér. Lögreglan hvetur ökumenn til að láta af þessu í umferðinni, bæði til þess að koma í veg fyrir auka útgjöld og ekki síst til að stuðla að meira öryggi í umferðinni.
Fjallað er um ofangreint í umferðarlögum (47. gr. a.) en þar segir orðrétt: Ökumanni vélknúins ökutækis er við akstur óheimilt að nota farsíma án handfrjáls búnaðar.