15 Maí 2007 12:00
Rúmlega tvítugur karlmaður var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur en hann var ákærður fyrir umferðarlaga- og hegningarlagabrot. Maðurinn ók bifreið undir áhrifum fíkniefna, án gildra ökuréttinda, án þess að sinna stöðvunarmerkjum lögreglu og langt yfir leyfilegum hámarkshraða um götur í Reykjavík og Kópavogi. Með því raskaði hann umferðaröryggi og stofnaði lífi og heilsu tvegga farþega bifreiðarinnar og annarra vegfarenda á akstursleiðinni á ófyrirleitinn hátt í augljósa hættu.
Smellið hér til að lesa dómsorð.