17 Október 2007 12:00
Betur fór en á horfðist þegar gleymdist að slökkva á eldavélarhellu í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti um hádegisbil í gær. Lögreglumenn brutu sér leið inn í íbúðina, sem var mannlaus, en mikill reykur var innandyra. Kom í ljós að reykurinn átti upptök í potti á eldavélinni en ónafngreindur aðili hafði staðið í eldamennsku. Hinn sami hafði síðan gleymt að slökkva á hellunni þegar hann brá sér frá.
Í íbúðinni er reykskynjari og fór hann í gang þegar reykurinn tók að myndast. Vafalaust hefur það bjargað mjög miklu en skemmdir voru minniháttar.