18 September 2024 16:33

Síðastliðinn mánudag var fyrirhugaður flutningur palestínskrar fjölskyldu til Spánar stöðvaður að beiðni ríkisstjórnarinnar eins og fram hefur komið í fjölmiðlum.

Að baki hverrar fylgdar er mikill undirbúningur, m.a. náið samráð við yfirvöld í móttökuríki til að tryggja öryggi, aðbúnað og faglega móttöku. Miðað við þann tímaramma sem almennt er gefinn til undirbúnings er ljóst að ekki verður af flutningi fjölskyldunnar að svo komnu þar sem frá og með næstkomandi laugardegi, þann 21. september, mun fjölskyldan geta óskað eftir efnislegri meðferð umsóknar sinnar um alþjóðlega vernd hér á landi.