31 Mars 2011 12:00
Karl á þrítugsaldri var stöðvaður í akstri á höfuðborgarsvæðinu í gær. Hann ók bíl sem var með kerru í eftirdragi og á voru tvö fjórhjól en tengibúnaði kerrunnar var verulega áfátt. Hvorki hemlar, merkjatæki né ljósabúnaður var í lögmæltu ástandi og hætta var á að fjórhjólin féllu af kerrunni við snögga hraða- eða stefnubreytingu enda frágangur á farmi óhæfilegur. Að auki hafði ökumaðurinn ekki fullnægjandi réttindi til þessara flutninga og á bíl hans vantaði ennfremur framlengda hliðarspegla. Kerran og fjórhjólin voru skilin eftir á vettvangi á meðan gerðar voru viðeigandi ráðstafanir.