2 Júní 2021 20:17
Hvernig náum við til gerenda í ofbeldisbrotum? Öll vitum við að til þess að koma í veg fyrir ofbeldisbrot þurfa gerendur að hætta að beita ofbeldi. Hingað til hafa úrræði fyrir gerendur verið afar takmörkuð.
Ríkisstjórnin ætlar að fara í fyrstu markvissu aðgerðirnar til að fækka ofbeldisbrotum með innleiðingu úrræða sem beinast að gerendum.
Aðgerðirnar fela m.a. í sér hvatningarsamtöl forvarnateyma með geranda/sakborningi, þróun fræðsluefnis fyrir sérfræðinga og almenning, tekin verða í notkun áhættumatskerfi bæði fyrir ofbeldi í nánum samböndum og varðandi áhættu á kynferðisbrotum gegn börnum auk þess sem verkferlar lögreglu við að draga úr áhættu á frekari brotum sakborninga verða þróaðir áfram.
Ríkislögreglustjóri, félags- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra boða til kynningarfundar um aðgerðirnar 3. júní næstkomandi kl.14:00-15:30.
Fundarstjóri verður Brynja Þorgeirsdóttir.