2 Desember 2014 16:14
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði skemmtistað í miðborginni aðfaranótt laugardags um síðustu helgi, en á meðal gesta á staðnum voru fimm ölvaðir 16 ára unglingar. Haft var samband við forráðamenn ungmennanna, sem komu og sóttu þau á lögreglustöð. Því miður er þetta ekki eina dæmið á undanförnum árum þar sem ungmennum undir 20 ára er veitt áfengi, en lögreglan fylgist einmitt sérstaklega með dvöl ungmenna á veitinga- og skemmtistöðum og grípur inn í þegar ástæða er til. Rétt er hins vegar að taka fram að í langflestum tilvikum eru þessir hlutir, sem og aðrir, í góðu lagi hjá þeim sem reka veitinga- og skemmtistaði. Lögreglan treystir því að svo verði áfram svo forðast megi afskipti líkt og að framan greinir.