21 Október 2024 21:57
Lögreglan hefur eftirlitsskyldu með útlendingum að lögum og ber því meðal annars að kanna heimild erlendra ríkisborgara til dvalar hér á landi og atvinnu. Í því ljósi hefur lögreglan það í sinni stefnuskrá að sinna virku vinnustaðaeftirliti, eftir atvikum í samvinnu við aðrar eftirlitsstofnanir, með það að markmiði að fá mynd af stöðu dvalar- og atvinnuréttinda erlendra ríkisborgara í umdæminu og að gera viðeigandi ráðstafanir ef þörf krefur.
Síðastliðinn fimmtudag fór lögregla ásamt fulltrúum Ríkisskattstjóra til slíks eftirlits. Rætt var við og skoðuð leyfi fjörutíu og sex starfsmanna af ellefu þjóðernum hjá tíu fyrirtækjum. Kom í ljós að öll tilskilin leyfi voru til staðar.
Lögregla og skattayfirvöld fengu góðar viðtökur í þessari yfirreið sinni sem hún þakkar fyrir og hrósar á sama tíma starfsmönnum og fyrirtækjum þeirra fyrir að gæta vel að leyfaskildum atriðum.
Vel gert.