15 Desember 2006 12:00
Jólagetraun lögreglunnar og Umferðarstofu er fyrir alla krakka í 1. til 5. bekk en lagðar voru fram átta spurningar um umferðarmál. Vinningshafar í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík voru dregnir út fimmtudaginn 14. desember en í verðlaun er bókin Nonni. Í henni segir frá ævintýrum Nonna úr sögum Jóns Sveinssonar.
Myndin hér að ofan var tekin þegar dregið var úr innsendum lausnum en það eru 300 krakkar sem fá verðlaun í umdæminu. Bækurnar verða keyrðar til vinningshafa á næstu dögum. Á myndinni eru (talið frá vinstri) Inga Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri Grandaskóla, Birgir Örn Guðjónsson rannsóknarlögreglumaður, Kristín Björg Þorsteinsdóttir, fræðslufulltrúi umferðaröryggissviðs Umferðarstofu, Hildur Rún Björnsdóttir rannsóknarlögreglumaður, Árni Vigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn, Hilmar Harðarson rannsóknarlögreglumaður og Jóhann Davíðsson rannsóknarlögreglumaður.
Ljósmynd: Júlíus Sigurjónsson