9 Ágúst 2019 20:30
Búist er við meira en 50 þúsund manns á tónleika Ed Sheeran á Laugardalsvelli um helgina og því hvetjum við tónleikagesti til að mæta tímanlega. Á heimasíðu Senu, sem stendur fyrir tónleikunum, er að finna ýmsar upplýsingar sem vert er að kynna sér, t.d. að það verða sætaferðir í boði á milli Kringlunnar og Laugardalsvallar báða tónleikadagana frá kl. 15.30.