8 Janúar 2018 16:07
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að mannaferðum við bæinn Stardal við Þingvallaveg í Mosfellsdal vegna rannsóknar hennar á bruna íbúðarhúss og útihúsa, en tilkynnt var um eldinn kl. 9.59 sl. laugardagsmorgun, 6. janúar. Óskað er eftir upplýsingum um mannaferðir á þessu svæði frá aðfaranótt föstudags, 5. janúar, til laugardagsmorguns, 6. janúar. Upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið as@lrh.is í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í síma 444 1000.