31 Júlí 2019 08:06
Slökkvistarf stendur enn yfir í vöruskemmu við Fornubúðir í Hafnarfirði, en tilkynning um eld þar barst á fjórða tímanum í nótt. Lokað er fyrir umferð í Fornubúðir frá Flensborgartorgi og þá er einnig lokað á Óseyrarbraut, á milli Fornubúða og Stapagötu, auk Cuxhavengötu. Rafmagnstruflanir eru á svæðinu og er fólk beðið um að sýna þolinmæði. Hagstæð vindátt er í Hafnarfirði þessa stundina og því leggur reykinn ekki yfir byggðina. Ef fólk finnur reykjarlykt í húsum sínum er því bent á að loka gluggum og hækka í ofnum.