7 Janúar 2011 12:00
Tvær brennur verða á höfuðborgarsvæðinu á morgun, laugardag. Sú fyrri er við Ægisíðu kl. 17 en þar verður jafnframt flugeldasýning kl. 17.45. Seinni brennan er í Leirdal (Grafarholti) kl. 17.30. Ákvörðun um heimild til að kveikja í þessum brennum var tekin í dag að höfðu samráði við Veðurstofu Íslands og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ennfremur gefið leyfi fyrir þremur öðrum brennum á sunnudag og mánudag ef veður leyfir. Klukkan 18 á sunnudag er fyrirhuguð brenna og flugeldasýning í Ásholtshverfi (við skeiðvöllinn) í Mosfellsbæ og á mánudag eru fyrirhugaðar brennur í Grafarvogi og við Valsheimilið. Brennan í Grafarvogi verður í Gufunesi kl. 17.45 en sú við Valsheimilið er kl. 18.