22 Febrúar 2007 12:00
Lögreglan á Vestfjörðum hélt borgarafund í Súðavík í gærkvöldi. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum, Kristín Völundardóttir, kynnti hið nýja embætti og aðrir fulltrúar embættisins komu að kynningu á þeim áherslum sem fyrirhugaðar eru hjá embættinu. Þá fóru fram umræður um löggæslumálefni almennt. Fram kom að fólk taldi sig verða vart við aukna sýnilega löggæslu undanfarna mánuði og fram komu óskir um frekari aðkomu lögreglunnar að forvarnarverkefnum í leik- og grunnskóla.