21 Janúar 2011 12:00
Færst hefur í vöxt að framhaldsskólarnir haldi svokölluð bjórkvöld á skemmtistöðum í miðborginni. Þetta eru ekki skólaböll og því er ekki sótt um leyfi fyrir samkomunum. Þær eru því alfarið á ábyrgð leyfishafa hlutaðeigandi veitingastaðar. Fáir nemar framhaldsskólanna eru orðnir 20 ára og er því ólögmætt að veita þeim áfengi. Enginn undir 20 ára aldri á að vera með áfengi við hönd inni á skemmtistað og enginn undir 18 ára aldri á að vera yfir höfuð inni á slíkum stað (nema í fylgd forráðamanna).
Fái lögreglumenn vitneskju um framangreint verður gripið til viðeigandi ráðstafana gagnvart viðkomandi veitingastað.